Fara í efni

Sveitarstjórn

370. fundur 22. febrúar 2023 kl. 15:00 - 15:25 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 369

2302002F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 57

2302001F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 57 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögur og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi við Önnu Rún Kristbjörnsdóttur um framkvæmd verksins. Bókun fundar Heildarkostnaðaráætlun verksins eru kr. 5.217.216.- sem innifelur kostnað við plöntur, flutning þeirra, undirbúning og gróðursetningu, frágang og efniskostnað. Í framkvæmdaáætlun ársins 2023 var gert ráð fyrir fjármunum til þessa verkþáttar við opna svæðið í Melahverfi.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi við Önnu Rún Kristbjörnsdóttur um framkvæmd verksins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 57 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlögð hönnunargögn og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.
    Verkefnastjóra framkvæmda og eigna og formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar er falið að klára með ráðgjöfum verkefnisins útboðskafla verksins til samþykktar hjá sveitarstjórn.
    Mannvirkja og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkið verði boðið út á grundvelli þessara gagna.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir framlögð hönnunargögn og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna og formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar er falið að klára útboðskafla verksins með ráðgjöfum verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að verkið verði boðið út á grundvelli þessara gagna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Elín Ósk Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Ég hef mikið velt fyrir mér hvernig ég geti komið mínum skoðunum á framfæri varðandi íþróttahúsið, eða öllu heldur staðsetninguna á því.

    Ég vil lítið fara út í ástæður fyrir því að þetta sjónarmið hafi hvergi komið fram hjá mér í fundargerðum á síðasta kjörtímabili, ástæðurnar eru ýmsar sem óþarft er að telja hér.
    Ég sé eftir því að hafa ekki staðið með sjálfri mér og minni skoðun í þessu máli og verið duglegri við að koma því á framfæri.
    EN við breytum því ekki, gert er gert.
    Því vil ég nú, þó seint sé, koma minni skoðun á framfæri hér fyrir neðan.

    Nú er Melahverfi að byggjast hratt upp, götum í hverfinu fjölgar og miðað við gang mála þá verður ekkert lát á uppbyggingu á næstu árum.
    Mér þykir miður að ekki verði byggð upp þjónusta í hverfinu samhliða fjölgun íbúa. Ég hefði viljað sjá íþróttahúsið rísa í Melahverfi og með árunum/áratugunum koma allri grunnþjónustu í hverfið.
    Ég vil enda á því að segja að ég er ekki á móti því að byggt verði íþróttahús og ég mun ekki setja mig á móti byggingu íþróttahússins við Heiðarborg.

    Ég mun samþykkja tillögu oddvita um að verkið verði boðið út."


    Inga María Sigurðardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

    Til máls tók EÓG.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 57 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að leita eftir tilboðum í hönnunar- og útboðsgögn vegna göngustígs á milli Innrimels og Hagamels og ganga frá verksamningi vegna þessa. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar- og útboðsgögn vegna göngustígs á milli Innrimels og Hagamels og ganga frá verksamningi vegna þess."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 57 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að haldið verði áfram við stígagerð samkv. tillögu B. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að hefja viðræður við landeiganda Fellsenda. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði áfram við stígagerð samkvæmt tillögu B. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að hefja viðræður við landeiganda Fellsenda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 57 Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir minnisblað um húsnæðismál slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar sem unnið var í samstarfsnefnd SAH. Bókun fundar Minnisblað vegna húsnæðismála slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar er lagt fram.

    Kynntar eru þrjár tillögur:
    -viðbygging framan við núverandi húsnæði
    -viðbygging aftan við núverandi húsnæði
    -bygging sameiginlegs húsnæðis með sambærilegum aðilum

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar veitir, fyrir sitt leyti, slökkviliðsstjóra umboð til að fara í formlegar viðræður með sambærilegum aðilum og skoðun um hugsanlega staðsetningu og byggingu aðstöðu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 15

2302004F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 15 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar frá árinu 2009, en málsmeðferð vegna málsins var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu vegna málsins, en ábendingar bárust frá Fiskistofu.
    Samþykkt að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Með hliðsjón af tillögu umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar, samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar breytingu á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar frá árinu 2009, en málsmeðferð vegna málsins var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu vegna málsins en ábendingar bárust frá Fiskistofu. Sveitarstjórn samþykkir að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagsbreytinguna til athugunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fræðslunefnd - 47

2302005F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 47 Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að framlengja samningi við Skagaverk um skólaakstur í samræmi við ákvæði í samningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitastjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að framlengja samningi við Skagaverk ehf. um skólaakstur í samræmi við ákvæði samningsins þar um. Sveitarstjóra í samráði við skólastjóra er falið að vinna málið áfram og ganga frá framlengingu samningsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Birkir Snær Guðlaugsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

5.Vatnsveita - styrktarsjóður.

2208031

Erindi frá Pálma Jóhannessyni, beiðni um umsögn vegna umsóknar til MAST.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir að sveitarfélagið mun ekki leggja vatnsveitu að lögbýlinu Geitabergi þar sem það þykir ekki rekstrarlega hagkvæmt. Hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ísland 2030, atvinnuhættir og menning.

2302025

Erindi frá SagaZ ehf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í ritinu Ísland 2030 - atvinnuhættir og menning en um er að ræða rit sem kom einnig út árin 2010 og 2020 en sveitarfélagið tók þátt í báðum þeim útgáfum. Sveitarstjórn samþykkir þátttöku í prentverkinu, kostnaður vegna þess mun ekki falla til fyrr en eftir útgáfu þess árið 2030, sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi við útgefanda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ágangur búfjár - minnisblað.

2302008

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

8.Frístundastefna.

2204059

Fundargerðir.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.228. - 229. fundargerðir Faxaflóahafna sf.

2302023

Fundargerðir.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Efni síðunnar